Framkvæmdir

Sjá einnig á kortinu okkar – kort.vestfjardalinan.is

Vestfjarðalínan er tillaga að áætlun um uppbyggingu samgönguinnviðum á Vestfjörðum.

Fimm ný göng og tvöföldun einna núverandi gangna mynda grunninn að Vestfjarðalínu. Hér að neðan eru göngin listuð upp í stafrófsröð, ásamt kostnaðaráætlun sem er byggð á nýjustu tölum úr samgönguáætlun og öðrum gögnum frá Vegagerðinni. Séu kostnaðaráætlanir ekki til staðar eru notaðar viðmiðunartölur Vegagerðarinnar (þ.e. fyrir Bröttubrekku). Öll göngin, utan Bröttubrekku, eru nú þegar á jarðgangnaáætlun, og er almenn sátt um að gerð þeirra sé nauðsynleg fyrir samgöngur á Vestfjörðum.

Brattabrekka
2 km göng
Möguleikar á gerð jarðganga um Bröttubrekku, undir Brekkumúla milli Bjarnardals og Suðurárdals, voru kannaðir nokkuð árið 1994. Með munna í um 280 m y.s. beggja vegna yrðu göngin um 1,8 km á lengd. Þessi kostur myndi leysa af hólmi snjóþungan og krókóttan hluta núverandi vegar, sem fer hæst í 402 m y.s. 6.5ma
Breiðadalsgöng Tvöföldun á hluta núverandi gangnaSamgöngubætur á Dynjandisheiði og Barðaströnd munu auka umferð um Vestfjarðagöng á milli Ísafjarðar og Flateyrar. Í dag er 4,1 km. kafli þeirra jarðgangna einbreiður og veldur miklum töfum og jafnvel slysahættu í göngunum.13.5ma
Hálfdán
6 km göng, stytting um 2.3 km.
Vegurinn um Hálfdán er í 500 metrum yfir sjávarmáli og þar er oft veðrasamt. Að mati Vegagerðarinnar eru gæði samgangna um Hálfdán ekki næg til að þau beri atvinnu og skólasókn eins og gildir um marga háa fjallvegi. Göng undir Hálfdán eru, ásamt göngum undir Mikladal, lykilatriði í tengingu sunnanverða Vestfjarða.19.0ma
Klettsháls
3.8 km göng, stytting um 4.5 km
Eftir tilkomu nýs vegar um Gufudalssveit, þverun Þorskafjarðar og Teigsskógar veður Klettsháls eini vegarkaflinn um sunnanverða Vestfirði sem ekki yrði láglendisvegur. Hálsinn er um 330 metra hár fjallvegur og getur orðið óveðrasamt og vetrarumferð erfið. Sérstaklega austan megin á hálsinum þar sem vegur er brattur og liggur utan í hlíð. Lokanir eru nokkuð tíðar og ætla mætti að með aukinni umferð um Vestfjarðaveg yrði Klettsháls meiri farartálmi og örsök aukinna umferðartruflanna í náinni framtíð.
14.5ma
Miklidalur
2.8 km göng
Göng undir Mikladal eru mikilvægur liður í öryggi og áreiðanleika samgangna milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, sem eru helstu atvinnusvæði á sunnanverðra Vestfjarða. Vegurinn um Mikladal sem er í 369 metra hæð yfir sjávarmáli veldur erfiðleikum í samgöngum þar á milli enda er veðrasamt, brattar brekkur og snjóþungi valda vandræðum víða (Vegagerðin, 2021). Á leiðinni eru bæði Miklidalur og Hálfdán (göng undir Hálfdán eru einnig hluti af Vestfjarðalínu) og vandfundinn mun vera 30 km. vegarkafli með jafn miklum hæðarbreytingum. Farið er frá sjó á Patreksfirði upp í 369 metra hæð á Mikladal, niður að sjó í Tálknafirði, aftur upp í 500 metra hæð á Hálfdáni og loks niður að sjó á Bíldudal. Tillaga að jarðgöngum undir Mikladal fela í sér 2.8 km. göng sem miða að því að tengja samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum betur árið um kring og auka öryggi.9.0ma
Súðavíkurgöng
6.7 km göng, stytting um 6.1 km
Á veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er hætta á grjóthruni og snjóflóðum sem veldur hættu, truflar flutninga og rífur tengingu á milli byggðarlaga.
21.5ma
Heildarkostnaður við göng84 ma

Til viðbótar við göng leggur Innviðafélagið höfuðáherslu á að nauðsynlegar vegbætur verði kláraðar, en ítrekað hefur dregist að ljúka grundvallartengingum á borð við Dynjandisheiði og þverun Gufu- og Djúpafjarðar, og auka þarf öryggi núverandi vega með vegskálum. Vegskálar ættu að vera um Eyrarhlíð (Hnífsdalsveg) og Súðavíkurhlíð til að tryggja öryggi fólks og afhendingaröryggi varnings.

Yfirlit yfir þá vegi sem verður að ljúka er á kortinu Vestfjarðalínu.

Algjört forgangsatriði er að þau verkefni verði kláruð og ekki látin bíða eftir útfærslu á samgöngusáttmála fyrir Vestfirði.

Ítarefni: