Eftir margra áratuga vanrækslu á vegakerfi Vestfjarða hefur loks komist hreyfing á framkvæmdir í fjórðungnum. En innviðaskuld ríkisins á Vestfjörðum er há og hana verður að greiða. Nýlegar vegaframkvæmdir og áætlaðar samgöngubætur ná skammt til nauðsynlegra framkvæmda og viðhalds sem safnast hefur upp á löngum tíma.
Vestfjarðalínan og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Vestfjarðalínan ætti að vera samvinnuverkefni ríkisvaldsins, atvinnulífs og sveitarfélaga á Vestfjörðum. Að fyrirmynd Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ætti að leita leiða til sértækrar fjármögnunar, til að mynda með sölu ríkiseigna, eyrnamerktum skatttekjum og sérstakri lántöku. Skoða þyrfti samstarf við íslenska lífeyrissjóði og sérhæfðra fjármálastofnana í fjármögnun samgönguinnviða.
Þannig yrði framkvæmdum flýtt svo Vestfirðir gætu áfram vaxið og dafnað.